10.08.1917
Neðri deild: 30. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1886 í B-deild Alþingistíðinda. (1875)

82. mál, skipun prestakalla

Bjarni Jónsson:

Jeg er velkunnugur staðháttum í prestakalli því, sem hjer ræðir um, því að jeg hefi oft ferðast þar, og jeg veit, að það er rjett, sem háttv. frsm. (E. J.) greinir frá um vegalengdirnar. Hjeraðsbúum er samsteypan mjög á móti skapi, og jeg tel rjett, að farið sje að óskum þeirra, því að hið fyrirhugaða brauð er altof stórt til þess, að því verði þjónað svo, að viðunandi sje. Á meðan prestar og kirkja er á vegum ríkisins, samir ekki, að ríkið

fái þeim óvinnandi störf; miklu betra, að ríki og kirkja skilji, en að svo sje.

Háttv. Ed. hefir að sínu leyti samþ. mál þetta, og verði það nú felt hjer í deild, má eiga þess vísa von, að það kemur inn í þing aftur, og má svo vel fara, að kostnaður við umræður um það og prentun þeirra verði ekki stórum minni en sá kostnaður, sem leiddi af því að samþ. frv. þegar í stað.