10.08.1917
Neðri deild: 30. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1887 í B-deild Alþingistíðinda. (1877)

82. mál, skipun prestakalla

Frsm. (Einar Jónsson); Jeg er þakklátur þeim háttv. þm., sem mælt hafa með málinu. Meðmæli þeirra ættu að vera afarþung á metunum, því að það eru einmitt þeir, sem kunnugastir eru, hvernig til hagar þar vestra; vona jeg, að aðrir háttv. þingdm, sem þar eru miður kunnugir, taki orð þeirra trúanleg, telji breytinguna sanngjarna og leyfi málinu að ganga fram.