27.07.1917
Efri deild: 16. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1891 í B-deild Alþingistíðinda. (1886)

91. mál, manntal í Reykjavík

Flm. (Kristinn Daníelsson):

Jeg bjóst, satt að segja, við þessari aths., því að, eins og jeg tók fram, þá getur verið álitamál, hvort skylt eigi að vera að láta afritið endurgjaldslaust eða ekki. Þegar jeg talaði um þetta mál við Þorstein hagstofustjóra Þorsteinsson, þá kom okkur saman um, að bænum stæði næst að láta það af hendi endurgjaldslaust, þar sem það gæti verið til hags fyrir hann að fá unnið úr manntalinu, eftir því sem föng væru til.

Annars er mjer þetta atriði ekkert kappsmál; upphæðin er svo lítil, að það getur ekki skift miklu máli, hvort landið eða bærinn greiðir hana. Aðalatriðið er það, að prestarnir, sem hafa ekki tíma eða gögn til að gera ábyggilegar skýrslur um manntalið, sjeu leystir undan þeirri skyldu, og að hagstofan fái manntalið til að vinna úr því. Annað er aukaatriði.