18.08.1917
Neðri deild: 37. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1895 í B-deild Alþingistíðinda. (1899)

91. mál, manntal í Reykjavík

Forsætisráðherra (J. M.); Jeg ímynda mjer, að frv. þetta sje með öllu óþarft. Nú er skýrslum safnað á hverju heimili, þær afritaðar handa bæjarfógeta og borgarstjóra. Ef skyldugt væri að láta prestunum í tje afrit, er hægt að gera það, en mjer finst rjettast, að skýrslurnar sjálfar sjeu sendar í hagstofuna. En að afrita langar bækur tekur mikinn tíma, og því hentugra að hafa þetta á annan veg, eins og jeg benti á í hv. Ed. Jeg ætlaði að tala um þetta við hagstofustjórann, en hefi haft svo lítinn tíma, að það hefir dregist úr hömlu fyrir mjer. Annars er þetta svo ómerkilegt mál, að ekkert gerir til, þótt það nái fram að ganga. Bæjarsjóðinn munar ekki þær nokkur hundruð krónur, sem þessi breyting myndi kosta hann.