18.08.1917
Neðri deild: 37. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1895 í B-deild Alþingistíðinda. (1901)

91. mál, manntal í Reykjavík

Forsætisráðherra (J. M.):

Annaðhvort hefir háttv. frsm. (M. G.) misskilið mig eða ekki heyrt hvað jeg sagði. Jeg taldi gott, að hagstofan fengi upprunalegu skýrslurnar, eins og nú er, því að skjalfróðir menn leggja töluverða áherslu á það, að þær geymist, og þá eru þær best geymdar þar. Annars skal jeg ekki deila um þetta, því að málið er ekki svo þýðingarmikið.