31.08.1917
Neðri deild: 48. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1913 í B-deild Alþingistíðinda. (1942)

106. mál, breyting á tilskipun og fátækralögum

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg get verið mjög stuttorður, því að háttv. 2. þm. Árn.

(E. A.) hefir svo ítarlega og ljóst skýrt frá skoðun sinni á máli þessu, en álit mitt fellur alveg saman við álit hans.

Jeg hefi áður sagt það í háttv. Ed., sem jeg endurtek nú, að mjer finst rjettast að nema þetta hjónabandsskilyrði burt úr lögunum, af sömu ástæðum og háttv. 2. þm. Árn. (E. A.).

Jeg get ekki komið auga á neitt, sem gæti rjettlætt, að þessu ákvæði yrði haldið áfram. Auk þess fæ jeg ekki betur sjeð en að þetta frv., ef skilyrðið fær að halda sjer, brjóti í bága við almennar skaðabótareglur, eins og líka háttv. 2. þm. Árn. (E. A.) drap á. Og það verð jeg að telja óheppilegt. Jeg er háttv. sama þm. (E. A.) þakklátur fyrir að hafa komið með þessa breytingu við frv. Jeg álít, að hún sje svo rjettmæt, að ekki verði móti mælt.