14.09.1917
Efri deild: 57. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1927 í B-deild Alþingistíðinda. (1960)

106. mál, breyting á tilskipun og fátækralögum

Frsm. (Guðmundur Ólafsson):

Hæstv. forsætisráðh. tók það fram, að þetta væri svo einfalt mál. Getur verið, en jeg heyrði ekki, að hann færði nein rök fyrir því, að svo væri. Það var ekki heldur rjett, sem hann sagði, að þær persónur, sem eru í sveitarskuld, mættu ekki giftast. Þær mega það sannarlega, en verða að eins áður að borga skuldina.