15.08.1917
Efri deild: 31. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1947 í B-deild Alþingistíðinda. (1991)

128. mál, stofnun landsbanka

Kristinn Daníelsson:

Jeg vildi að eins gera stutta athugasemd, í tilefni af ummælum háttv. þm. Snæf. (H. St.) um gæslustjórana. Þau ummæli mega ekki standa ómótmælt. Hann sagði, að gæslustjórastöðurnar væru »pólitiskt humbug«. (H. St.: Nei, jeg sagði pólitiskir bitlingar). Mig furðar á því, að nokkur skuli láta sjer þau orð um munn fara. Hygg, að allir muni kannast við, að þeir þingkjörnu gæslustjórar, sem nú sitja í bankastjórninni, sjeu mjög vel vaxnir starfa sínum. Jeg ætla ekki að fara að deila um þetta, en jeg kunni ekki við, að þessi ummæli stæðu ómótmælt.