07.09.1917
Neðri deild: 54. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2011 í B-deild Alþingistíðinda. (2023)

128. mál, stofnun landsbanka

Einar Arnórsson:

Jeg ætla að eins að gefa örlitla skýringu. Það er rjett hjá háttv. 1. þm. G.-K (B. K.), að jeg svaraði fyrirspurn hans um laun setts bankastjóra á þá leið, að það væri eftir almennum reglum, en sú ályktun, sem hann dró út úr þeim orðum mínum, var ekki rjett, því að hann tók það dæmi, að bankastjóri færi utan í erindum bankans. Þá er manninum skipað að fara til þess að gegna starfi sínu, en hann getur ekki verið á tveim stöðum, og því er sjálfsagt að taka ekki af launum hans, því að hann gætir embættis síns eftir sem áður.