01.09.1917
Neðri deild: 49. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2030 í B-deild Alþingistíðinda. (2044)

139. mál, útmælingar lóða

Frsm. (Einar Arnórsson):

Þetta mál hefir orkað tvímælis í deildinni. Allir munu hafa verið sammála um það, að ekki væri hægt að afgreiða það, eins og það kom frá Ed. Svo tók allsherjarnefnd málið að sjer. Hún leitaði aftur til sjávarútvegsnefndar, og flytur nú í samræmi við sjávarútvegsnefnd brtt. á þgskj. 723. Brtt. er þess efnis, að útmæling megi ekki fara fram nema hreppsnefnd eða bæjarstjórn, þar sem útmælingar er beiðst, veiti meðmæli sín. Þetta á að koma í veg fyrir, að heimildin sje notuð takmarkalaust og að þarflausu. Ef brtt. verður samþykt, má við frv. hlíta eins og það er, að jeg vona.