19.07.1917
Neðri deild: 14. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2055 í B-deild Alþingistíðinda. (2081)

77. mál, kolanám

Jörundur Brynjólfsson:

Það er út af ummælum háttv. þm. Dala. (B. J.) um mótekju bæjarstjórnar, sem jeg kveð mjer hljóðs. Eftir þeim ummælum að dæma hefir háttv. þm.

(B. J.) ekki verið skýrt rjett frá, hvernig fyrirtæki þessu er háttað. Bæjarstjórnin hefir sem sje ákveðið að taka upp svo mikinn mó, sem unt er. Og þótt þeim væri gefinn kostur á að leggja fram fje til fyrirtækisins, sem gátu, þá var hinum ætlaður mórinn líka. Bæjarstjórnin hefir, meira að segja, gert ráð fyrir að taka móinn saman og geyma hann og láta flytja hann heim til manna í vetur, eftir því sem menn óska. Gefst þá öllum kostur á að kaupa þann mó, sem verður umfram pantanir, meðan birgðirnar endast. Hjer er því mishermi í ræðu háttv. þm.

(B. J.), sem stafar vafalaust af því, að honum hefir verið skýrt rangt frá, en það gat jeg ekki látið hjá líða að leiðrjetta.