09.08.1917
Neðri deild: 29. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2111 í B-deild Alþingistíðinda. (2174)

138. mál, smíð brúa og vita

Bjarni Jónsson:

Sökum þess, að háttv. frsm. (B. Sv.) var kallaður frá í löglegum þingerindum, ætla jeg að leysa hann af hólmi og þakka fyrir hans hönd stjórninni fyrir undirtektir hennar.

Það er að vísu rjett, að brúa-, vita- og járnskipasmíð stendur ekki í nánu sambandi hvað við annað, en þó er gott til þess að vita, að stjórnin rannsaki líka kostnaðinn við að koma hjer upp slíkri skipasmiðju, og það var tilætlun nefndarinnar. Jeg held, að slík rannsókn þyrfti ekki að kosta mikið. Það er nauðsynjamál, þótt ekki kalli eins brátt að og hitt. Jeg skal taka það fram, að í till. felst engin skipun um það fyrir stjórnina að koma slíkri skipasmiðju þegar í stað á stofn.