13.08.1917
Neðri deild: 32. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2127 í B-deild Alþingistíðinda. (2200)

154. mál, fóðurbætiskaup

Forsætisráðherra (J. M.):

Það hefir komið lítillega til orða, að hægt væri að fá fóðursíld við Eyjafjörð, og hefir verið tiltekið ákveðið verð, sem að vísu er nokkuð hátt, eftir því sem hingað til hefir tíðkast, og fyrirspurn stjórnarinnar um, hvort það gæti ekki orðið dálítið minna, hefir ekki verið svarað enn þá. Jeg get ekki sagt, hvort hjer er að ræða um síld frá í fyrra eða ekki. En kunnugir menn hafa sagt, að það sje mjög varhugavert að kaupa síld frá í fyrra, nema rannsaka áður, hvort hún sje óskemd. Síldin er varla kaupandi á 22 kr. nema góð sje.

Ráðuneytið mun halda áfram að grenslast eftir þessu og gera ráðstafanir til að kaupa síld, og þá jafnframt gæta þess, að fá kunnuga menn til að sjá um, að síldin sje óskemd vara, því að ef hún er farin að skemmast, má varla búast við því, að hún verði góð næsta vor.

Jeg býst við, að þessi till. verði samþ., og ráðuneytið mun halda áfram sem áður að vinna að málinu. Það getur vel verið, að síldveiði verði mikil hjer eftir og að þá verði hægt að fá nýja úrgangssíld, sem gæti orðið góð vara. Eftir því, sem útgerðarmenn segja, mun síldin ekki eins saltfrek og hv. 1. þm. S.-M. (Sv. Ó.) sagði. Hitt er ómögulegt að segja, hvort stjórninni tekst að fá nóga síld halda Sunnlendingum, því að vitanlega reyna næstu sveitirnar að birgja sig upp sem best.