15.09.1917
Efri deild: 58. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2149 í B-deild Alþingistíðinda. (2234)

157. mál, landsreikningarnir 1914 og 1915

Magnús Torfason:

Jeg stend að eins upp til að votta hæstv. fjármálaráðh. (S. E.) þakkir fyrir þessa glöggu og ítarlegu skýrslu um viðskifti landsverslunarinnar við landssjóð. Það er ánægjuefni að heyra, að bæði hann og hæstv. atvinnumálaráðherra leggja stund á að fá samræmi í reikningana.

Annars vil jeg leggja áherslu á það, að vöruforði verslunarinnar verði sem nákvæmlegast talinn. Ætti þá að koma í ljós, hve mikið hefir farið í súginn, eins og vitanlega altaf fer í öllum verslunum, og eins hitt, hvar spilst hefir.