07.09.1917
Neðri deild: 54. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2167 í B-deild Alþingistíðinda. (2246)

161. mál, uppeldismál

Flm. (Bjarni Jónsson):

Jeg hafði lofað að segja ekki meira um málið sjálft, en nú vil jeg að eins geta þess, að þessi dagskrá er, samkvæmt skýringu flutningsmanna hennar, í sama anda og sú hugsun, að það megi aldrei borga nokkurn eyri til kenslumála í þessu landi. Nú vil jeg einungis benda á það, að þeir, sem greiða atkv. með þessari dagskrá, staðfesta með atkv. sínu, að þessi hugsun sje rjett, og ætti þá líklega að vera byrjunin á þeim umbótum að láta alla kennara í landinu kenna fyrir ekki neitt.