27.08.1917
Neðri deild: 44. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2175 í B-deild Alþingistíðinda. (2260)

171. mál, verð á landssjóðsvöru

Flm. (Þórarinn Jónsson):

Hvað mig snertir, þá hefi jeg ekki sjerstaklega á móti, að málinu sje vísað til bjargráðanefndar, því að æskilegt er, að mál þetta sje sem best krufið til mergjar. En þó vil jeg geta þess, að vjer bárum snemma á þingi fram aðra tilllögu, svipaða þessari, en hún hefir ekki komið úr nefnd enn þá. Ætti þessi tillaga að sæta sömu aðferð, mundi jeg ekki vilja sleppa henni í nefnd; en í trausti þess, að báðar tillögurnar komi fram svo tímanlega frá nefndinni, að hægt verði að ræða þær út, þá sætti jeg mig við það, að hún fari til nefndarinnar, eins og hæstv. atvinnumálaráðherra lagði til.