15.09.1917
Sameinað þing: 7. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2225 í B-deild Alþingistíðinda. (2299)

171. mál, verð á landssjóðsvöru

Gísli Sveinsson:

Jeg tek ekki til máls af því, að jeg sje í raun og veru ósamþykkur niðurstöðu háttv. nefndar í Ed, en mjer er ekki vel ljóst, hvað meint er hjer með orðunum í till. »eftir pöntun« o. s. frv. Þetta orðalag er dálítið öðruvísi en áður stóð í till., og kannast jeg ekki við, hvað geti verið átt við með þeim, ef þau ættu að vera í samræmi við það, sem áður er um talað. Á þessu vildi jeg gjarnan óska lítillar skýringar.