15.09.1917
Sameinað þing: 7. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2229 í B-deild Alþingistíðinda. (2306)

171. mál, verð á landssjóðsvöru

Þórarinn Jónsson:

Þessi tillaga er nú komin í önnur klæði en þegar hún fór úr háttv. Nd. En jeg held, að það sje ekki rjett hjá háttv. 1. þm. S.-M. (Sv. Ó.), að ekki eigi að samþykkja hana, þó að hún nái ekki þeim tilgangi, sem upphaflega var ætlast til. Því verður ekki neitað, að þetta er þó talsvert spor í áttina. Jeg þykist vita, að það sje andi stjórnarinnar, sem mestu hefir ráðið um, að hún hefir nú fengið þennan búning. Það kom berlega fram, þegar málið var til umræðu í háttv. Nd, að stjórnin þóttist ekki geta bundið sig við eins mikið og þá var farið fram á. Jeg þykist því vita, að ekki muni standa á stjórninni að framfylgja tillögunni, ef hún verður samþykt.