15.08.1917
Neðri deild: 34. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 660 í B-deild Alþingistíðinda. (235)

3. mál, fjáraukalög 1916 og 1917

Magnús Guðmundsson:

Till. mín er ekki bygð á misskilningi. Það er alveg rjett hjá mjer, að ferðirnar eru slitnar sundur, ef farið verður eftir till. háttv. samgöngumálanefndar, og það lengir leiðina, ef báturinn verður að snúa við frá Siglufirði inn á Akureyri, til þess að mega fara þaðan til Sauðárkróks, og svo hlýtur þetta fyrirkomulag að verða miklu dýrara, því að verði mín till. samþ., sparast leiðin frá Siglufirði til Akureyrar, eins og áður er tekið fram. Það getur líka oft haft mikla þýðingu fyrir Skagfirðinga, að báturinn komi við á Siglufirði. Jeg tek það fram, að till. mín er miklu betri en háttv. samgöngumálanefndar, og vona jeg, að háttv. deild samþykki hana, en felli hina.