15.08.1917
Neðri deild: 34. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 660 í B-deild Alþingistíðinda. (236)

3. mál, fjáraukalög 1916 og 1917

Frsm. (Bjarni Jónsson):

Hæstv. forsætisráðherra var að tala um bæturnar til Brynjólfs verkstjóra Einarssonar. Jeg skal ekki svara öðru fyrir hönd nefndarinnar en að hún skoðaði þessa fjárveitingu ekki sem skaðabætur, heldur sem styrk. Annars er jeg, fyrir mitt leyti, sammála hæstv. forsætisráðherra um þetta, og skal leggja með því, að nefndin athugi þetta til 3. umr., ef stjórnin óskar eftir því.

Um deiluna á milli háttv. 1. þm. Skagf. (M. G.) og háttv. þm. N.-Þ. (B. Sv.) er það að segja, að hún er einkennileg að því leyti, að þeir eru alveg sammála, og verður það því vandi að vita, hvorum ber að fylgja. Annars skal jeg taka það fram, að á þgskj. 448 er prentvilla. Þar stendur c. III, 10., en á víst að vera C. III, 10.