28.08.1917
Neðri deild: 45. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2264 í B-deild Alþingistíðinda. (2366)

168. mál, fjallgöngur og réttir

Forsætisráðherra (J. M.):

Út af athugasemd háttv. þm. Stranda. (M. P.) vil jeg geta þess, að jeg hafði ekki hugsað mjer, að kvatt yrði til sýslufunda út af þessu máli, heldur geri jeg ráð fyrir, að það verði mikið undir sýslumönnunum komið, hvernig þeir snúa sjer í því. Líklegast þykir mjer, að þeir mundu bera það undir sveitarfjelögin, enda eru það þau, sem mest hafa að segja í þessu máli. Ef til vill gætu þeir leitað álits einstakra sýslunefndarmanna, eða farið einhverjar aðrar leiðir, alt eftir því, hvernig hagar til á hverjum stað.