15.08.1917
Neðri deild: 34. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 661 í B-deild Alþingistíðinda. (237)

3. mál, fjáraukalög 1916 og 1917

Fjármálaráðherra (B. K.):

Jeg vil að eins geta þess, út af deilunni um Skagafjarðarbátinn, að úr því að sami styrkur er veittur, þá er óneitanlega »praktiskast« að láta hann fara lengri leiðina. Því að ef ferðunum verður skift í sundur, þá legst umskipunarkostnaður á vörurnar. Þetta ætti því að vera hagnaður fyrir alla hlutaðeigendur.