09.07.1917
Neðri deild: 6. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 115 í C-deild Alþingistíðinda. (2489)

31. mál, nauðsynjavörur undir verði

Flm. (Jörundur Brynjólfsson):

Jeg tók það fram áðan í framsöguræðu minni, að mjer dyldist ekki, að þessi uppbótargreiðsla á verðhækkun nauðsynja myndi kosta landssjóð mikið fje. Jeg er sannfærður um, að allar ráðstafanir í þessa átt kosta mikið fje.

Því fer fjarri, að jeg kunni illa aths. hv. þingmanna. Þær hafa verið hóflegar, og er ekki nema eðlilegt, að mönnum vaxi svo stór upphæð í augum. En þótt miklu fje yrði til að kosta, er það þó betra en að almenningur líði nauð.

Viðvíkjaudi útreikningi hv. 1. þm. S.-M. (Sv. Ó.) er það að segja, að þar sem hann miðar við vöruverð nú er hann rjettur. En kolaverðið er reiknað freklega, kolin gerð ofdýr, og hann gerir ráð fyrir sömu kolaeyðslu og í venjulegu ári. Jeg hafði sett kolin í frv. frekar til að minna á eldsneytisvandræðin en af því, að jeg byggist við, að hægt væri að greiða alla verðhækkun þeirra. En hv. 1. þm. S.-M. (Sv. Ó.) hefir gert altof mikið úr kolanotkuninni. Áætlun hans gæti farið nærri því rjetta, ef kolaeyðslan væri eins mikil um alt land og í Reykjavík. En öllum er vitanlegt, að kolaeyðsla er miklu minni til sveita en í kauptúnum.

Jeg vil ekki fjölyrða um aths. Þær voru hóflegar og vingjarnlegar. Jeg tók fram í framsögu minni, að jeg sætti mig við hverja leið, ef almenningi væri einungis sjeð borgið. Og auðvitað kysi jeg helst, að landssjóði væri leiðin sem ótilfinnanlegust. Hv. þm. Dala.

(B. J.) vildi jeg segja það, að það kom aldrei til minna. kasta að stytta frv. hans aldur. Það kom ekki úr nefnd. En við 1. umr. sagði jeg ekkert um það, hvorki með nje móti. Er því ekki ástæða til að draga þá ályktun, að jeg hafi viljað frv. feigt. Jeg gleymdi að geta þess í framsögunni, að jeg hefi stuðst við það frv. við samningu þessa frv., sem hjer liggur fyrir. (B. J.: Það, sem er í þessu frv. af viti, er úr því!). Um erfiðleikana á að reikna út kaupgjaldið og tekjurnar skal jeg viðurkenna, að menn hafi nokkuð til síns máls. En þó held jeg þá ekki eins mikla og úr er gert. Menn geta t. d. gefið upp tekjur sínar með drengskaparheiti. Einhverja slíka aðferð mætti sennilega hafa, en annars er mjer sama, hvernig hjálpin er veitt, sje hún einungis veitt á sem hagfeldastan hátt. Sje jeg svo ekki ástæðu til að fjölyrða frekar.