18.07.1917
Efri deild: 10. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 201 í C-deild Alþingistíðinda. (2560)

36. mál, verðhækkunartollur

Magnús Kristjánsson:

Mig furðaði stórum á því, þegar hv. 1. þm. Rang (E. P.) var að tala um það, að það kostaði meira að minnast á þetta mál en þessi blessaði ullartollur nemur. (E. P.: Ef engin ull flyst út!). Það eru nokkuð miklar öfgar.

Það er eitt og hið sama að framlengja ekki verðhækkunartollslögin og að nema þau úr gildi, en jeg tel, að það væri vanhugsað og fljótfærnislegt að framlengja þau ekki. Annars gaf ræða hv. 1. þm. Rang. (E. P.) ekkert tilefni til svars, en jeg skal geta þess, að jeg er alls ekki svo espinn, að halda því fram, að frv. sje drepið strax. Það má gjarnan fara til nefndar. Þeim mun lengur sem frv. er skoðað, því ljósara hlýtur það öllum að vera, að það á ekki fram að ganga.