14.07.1917
Neðri deild: 10. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 310 í C-deild Alþingistíðinda. (2635)

50. mál, stofnun landsbanka

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Það var einhver, jeg held hv. 2. þm. Árn. (E. A.), sem ljet í ljós, að það hafi ekki verið gert almenningi kunnugt, hvers vegna var frestað að stofna þetta útibú.

Jeg sje nú ekki betur en að almenningur megi vita ástæðuna, og skal því nota tækifærið til þess að skýra frá henni.

Ástæðan er að mestu fólgin í samgönguvandræðum innan lands og utan. Landsstjórnin hefir ekki getað útvegað nægilega peninga utan lands, og hefir orðið að knýja á innlendar peningastofnanir, enda liggur það beinast við. Þetta er þá aðalástæðan til frestunarinnar.