04.07.1917
Neðri deild: 2. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 684 í B-deild Alþingistíðinda. (264)

4. mál, samþykkt á landsreikningum 1914 og 1915

Fjármálaráðherra (B. K.):

Jeg hefi lítið um þetta frumv. að segja. Það er alt tölur, sem fjárhagsnefnd gengur væntanlega í gegnum. Það hafa verið töluverðir örðugleikar á að finna, hvað tilheyrir þessum reikningi, og finna allar upphæðir rjettar. Jeg vil benda á athugasemdina við reikninginn. Þar mun vera skekkja, er kemur fram í svörum ráðherra við athugasemdum við þennan reikning. Sú skekkja nemur um 73 þús. kr., er landsstjórnin hafi átt minna inni hjá versluninni en talið er í athugasemdinni. Þetta vildi jeg að eins benda nefnd þeirri á, er fær frv. til meðferðar, og væntanlega verður fjárhagsnefnd.