30.07.1917
Neðri deild: 20. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 332 í C-deild Alþingistíðinda. (2650)

50. mál, stofnun landsbanka

(Þorst. J.:

En útskýringin neðan við). Já, hún er aðeins frá oddvitanum, en ekki sýslunefndinni í heild sinni, og útskýring á ályktun er ekki sama og ályktun. Við áttum tal saman í gær, hv. 2. þm. N.-M. (Þorst. J.) og jeg um þetta mál, og jeg vona, að hann neyði mig ekki til að segja frá því einkasamtali til sönnunar mínu máli. Ályktun sýslunefndarinnar fer að eins fram á, að fá útibú á Austurlandi, og með því getur ekki verið meint, að útibúið skuli vera á Seyðisfirði og hvergi annars staðar, því meðal undirskrifendanna eru 2 menn, sem áður hafa skrifað undir áskorun um að fá útibúið í Suður-Múlasýslu.