06.08.1917
Neðri deild: 26. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 398 í C-deild Alþingistíðinda. (2713)

59. mál, mótorvélstjóraskóli

Frsm. (Matthías Ólafsson):

Jeg býst við, að hv. deild sje ekki í vafa um, að jeg muni greiða atkv. móti þessari dagskrá, og vona jeg, að allir, sem hlyntir eru þessu skólamáli, greiði atkv. móti henni, og það þegar af þeirri ástæðu, að með henni er útilokað, að skólar verði stofnaðir annarsstaðar en í Reykjavík. Jeg leyfi mjer svo að óska nafnakalls um dagskrána.