15.08.1917
Neðri deild: 34. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 708 í B-deild Alþingistíðinda. (273)

4. mál, samþykkt á landsreikningum 1914 og 1915

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Í sambandi við landsverslunina vil jeg taka það fram, að reikningar hennar hafa verið endurskoðaðir nákvæmlega, og verða þeir allir lagðir fyrir yfirskoðunarmenn landsreikninganna á sínum tíma. Jeg lít svo á, að þeir heyri undir yfirskoðunarmennina frekar en þingið. En vilji þingnefndin kynna sjer þá, þá fer um það atriði samkvæmt stjórnarskránni.