04.08.1917
Neðri deild: 25. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 410 í C-deild Alþingistíðinda. (2732)

87. mál, sala á ráðherrabústaðnum

Frsm. (Þorsteinn Jónsson):

Fjárhagsnefnd hefir athugað frv. þetta og komist að annari niðurstöðu en hv. flm. (S. S.). Nefndin telur rjett, að landið eigi hús, sem sje sæmilegur bústaður handa forsætisráðherra. Að vísu hefir núverandi forsætisráðh. ekki þörf fyrir þennan bústað, en atvinuumálaráðherrann þurfti á honum að halda, og er ekki víst, að vel hefði gengið að fá góðan bústað handa honum, hefði þessi ekki verið. Raunar er landinu ekki skylt að sjá öðrum fyrir húsuæði en forsætisráðherranum, en lögum samkvæmt á forsætisráðh. kröfu til að fá leigulausan bústað hjá landinu. Ef núverandi ráðherrabústaður væri seldur, yrði því að sjá fyrir öðrum.

Þótt svo sje, að forsætisráðherra sá, er vjer höfum nú, þurfi ekki á ráðherrabústað landsins að halda, þá er ekki að vita, hve lengi það verður. Það er ekki víst, að næsti forsætisráðh. vor eigi hús, er sæmilegt sje til íbúðar æðsta valdsmanni landsins. Það kom fram hjá hv. flm. (S. S.) við 1. umr. þessa máls, að hann væri ekki móti því, að landið ætti bústað handa forsætisráðherra, en vildi, að það væri úr steini. Nefndin er þar sammála, og sömuleiðis er henni fullljóst, að bústaðurinn við Tjarnargötu er ekki nægilega vandað hús. En nú er ekki hugsanlegt að geta bygt sæmilegt hús, því að byggingarefnið er nú afardýrt, svo að nýtt hús kostaði miklu meira en hægt er að fá fyrir gamla húsið, ef það væri selt nú.

Af þessum tveim ástæðum, að sjálfsagt þykir, að landið eigi jafnan bústað handa forsætisráðherra, og að afardýrt yrði fyrir landssjóð að selja nú og byggja nýtt hús, þá hefir nefndin komist að þeirri niðurstöðu, að rjett sje að fella frv. þetta þegar í stað.