04.08.1917
Neðri deild: 25. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 414 í C-deild Alþingistíðinda. (2738)

87. mál, sala á ráðherrabústaðnum

Bjarni Jónsson:

Örstutt aths. Hv. 1. þm. Árn. (S. S.) er kunnur að ríkri sparnaðarhneigð. Þegar jeg sá þetta frv., hugsaði jeg: „Eldist árgalinn nú!“ Þóttist jeg þó vita, að hjer mundi falinn fiskur undir steini, og sje jeg nú, hvernig í öllu liggur. Húsaleigulögin nýju ganga nú brátt í gildi. Eftir þeim er ekki hægt að byggja ráðherranum út. Hann getur því setið eftir sem áður, þótt húsið verði selt.