02.08.1917
Neðri deild: 23. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 431 í C-deild Alþingistíðinda. (2747)

88. mál, veiting læknishéraða

Benedikt Sveinsson:

Jeg þarf í raun og veru litlu við að bæta, því að hv. þm. Stranda. (M. P.) hefir svarað því í ræðu 1. þm. Árn. (S. S.), sem svaravert var. Það er ekki nema eðlilegt, að hv. flm. (S. S.) reyni að klóra í bakkann og tali um að ekki þurfi að blanda Eyrbekkingum inn í þetta mál. Hann hefir þó þegar játað, að tiltæki þeirra var ein aðalástæðan til þessa frv., enda þótt hann finni nú, að best væri að leyna því. Jeg vil nú óska, að þingið sýni, hvaða skoðun það hefir á uppþotinu í Árnessýslu, með því að fella þetta frv. þegar frá 2. umr.