26.07.1917
Efri deild: 15. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 660 í C-deild Alþingistíðinda. (2939)

24. mál, sameining Ísafjarðar og Eyrarhrepps

Frsm. meiri hl. (Magnús Torfason):

Að eins ein athugasemd. Jeg vildi minnast á það atriði, hvort Norður-Ísafjarðarsýsla sje annar málsaðili. Vitanlega er ekki hægt að byggja sýslunni alveg út úr þessu máli. En mjög er hlutur hennar lítill. Þegar litið er á fjárhaginn, þá eru tekjur Eyrarhrepps kr. 10,000, en tekjur allrar sýslunnar að eins kr. 2400. Eyrarhreppur er ? hluti sýslunnar, og má því henni nokkurn veginn standa á sama. Eyrarhreppur geldur alls ekki mest í sýslusjóð, því að jarða- og lausafjártíund er ekki há í Eyrarhreppi.

Jeg vil enda mál mitt með því, að það er alls ekkert fjárhagsatriði fyrir sýsluna að missa ekki hreppinn. En það getur verið stór skaði fyrir hana að standa á.

móti því. Samvinna hefir altaf verið ágæt milli sýslunnar og Ísafjarðarkaupstaðar um öll mál hjeraðsins. Nú er grundvellinum undir þeirri samvinnu kipt burt, haldi sýslan áfram mótspyrnu sinni gegn málinu.