06.09.1917
Neðri deild: 53. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 728 í C-deild Alþingistíðinda. (3041)

178. mál, laun íslenskra embættismanna

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg mintist einu sinni fyr á mál þetta hjer í deildinni, og ætla því ekki að fara nú út í efni þessa frv. Jeg vona, að það fái að ganga til 2. umr., og með því að það er komið frá allsherjarnefnd í háttv. Ed., þá mun rjettast, að því sje vísað til allsherjarnefndar hjer í deild. (S. S:: Ætli að veiti af því?). Að minsta kosti ættu gamlir stjórnarskrármenn að stuðla að því, með því að þeir munu hafa gert ráð fyrir því um það leyti, sem stjórnarskrárbreytingin var á döfinni, að mál þetta mundi bráðlega verða tekið til athugunar.