10.09.1917
Efri deild: 52. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 770 í C-deild Alþingistíðinda. (3073)

189. mál, frestun á skólahaldi

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Í tilefni af orðum hv. þm. Ak. (M. K.), þar sem hann taldi aðstöðu mína til þessa máls óskýra, þá vil jeg taka það fram, þótt jeg hjeldi, að orð mín væru auðskilin, (að minsta kosti jafnglöggum þingmanni sem háttvirtur þm. (M. K.) óneitanlega er), að jeg hallast að því, að skólarnir byrji á reglulegum tíma, þar sem skólastjórnir og hjeraðastjórnir eru slíku eindregið fylgjandi.