16.08.1917
Efri deild: 32. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 728 í B-deild Alþingistíðinda. (310)

7. mál, laun hreppstjóra og aukatekjur

Magnús Torfason:

Jeg vil að eins geta þess, að það hefir slæðst villa inn í brtt. þá, er hjer liggur fyrir, að hún eigi við 16. gr., í stað 13. gr., en þetta leiðrjettir skrifstofan.

Þessi brtt. fer fram á það, að laun hreppstjóranna verði reiknuð eftir þessum lögum fyrir alt fardagaárið 1917— 1918, en ekki að eins fyrir hálft árið.

Þessi brtt. er svo eðlileg, og í fullu samræmi við það, sem samþ. hefir verið um laun oddvita, að jeg efa ekki, að hún verði tekin til greina.