04.09.1917
Neðri deild: 51. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 807 í C-deild Alþingistíðinda. (3106)

40. mál, umsjón á landssjóðsvöru

Þórarinn Jónsson:

Út af því, sem hæstv. forsætisráðherra sagði, að sýslumönnum hafi ávalt verið heimilt að láta kaupmenn og kaupfjelög afhenda og versla með landssjóðsvörur, vil jeg geta þess, að í mars síðastliðnum kom vörusending norður, og var lagt svo fyrir, að vörurnar mætti ekki afhenda öðrum en sveitarstjórnum. Mjer var vel kunnugt um það, að kaupmenn fengu ekki að taka á móti neinu af þeirri sendingu, jafnvel þótt þeir hefðu pantað vörur frá landsstjórninni. Þetta er sannanlegt.