25.08.1917
Efri deild: 39. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 867 í C-deild Alþingistíðinda. (3183)

53. mál, stimpilgjald

Frsm. (Hannes Hafstein):

Jeg vil benda hv. 1. þm. Rang. (E. P.) á það, að ekki er hægt að láta lög þessi öðlast gildi áður en salan á togurunum fer fram. (E. P.: Jeg veit það vel, nefndi að eins sem dæmi). Enda hefir verið talað um, að landssjóður öðlist tekjur af sölunni á annan hátt, og eru ýmsar leiðir til þess. Jeg vil og minna á, að þegar aukatekjulögin voru samþykt á þinginu 1911, þá var tekið tillit til þess, að stimpilgjald er ekki í lögum hjer á landi. Var þinglýsingargjaldið meðal annars ákveðið mun hærra fyrir þá sök.