10.09.1917
Neðri deild: 56. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 873 í C-deild Alþingistíðinda. (3192)

57. mál, laxveiði

Frsm. (Sigurður Sigurðsson):

Jeg skal hugga hv. deildarmenn með því, að jeg mun verða stuttorður.

Máli þessu, frv. til laga um laxveiði, var vísað til landbúnaðarnefndar á öndverðu þingi. Við fyrsta yfirlestur frv. komst nefndin þegar að þeirri niðurstöðu, að ekki gæti komið til mála að afgreiða þetta frv. sem lög frá Alþingi að þessu sinni. Frv. inniheldur ýmsar mikilvægar breytingar á núgildandi lögum, og eru sumar þeirra sjálfsagt til bóta. Einnig eru þar mörg ný ákvæði, sem ekki eru í laxafriðunarlögunum frá 1886. En þessi nýmæli eru mörg þannig, að þau eru lítið rædd, og flest þeirra eru laxveiðendum meira eða minna algerlega ókunn. En þar sem þau virðast koma mjög við laxveiðendum, (B. J.: Og löxunum), þá þykir nefndinni ekki annað hlíta en að umsagnar þeirra sje leitað um málið.

Er það því till. nefndarinnar, að þessu máli sje vísað til stjórnarinnar, í því skyni, að stjórnin leiti umsagnar laxveiðenda í landinu um frv. þetta, og geri síðan þinginu kunnar undirtektir þeirra, á sínum tíma.

Að svo mæltu hefi jeg ekki fleira að segja.