10.09.1917
Neðri deild: 56. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 877 í C-deild Alþingistíðinda. (3196)

57. mál, laxveiði

Frsm. (Sigurður Sigurðsson):

Það er dálítið kynlegt, að hv. 1. þm Reykv. (J. B.) vill ekki taka tillit til vilja laxveiðenda í þessu máli. Jeg hefi þó orðið þess var í sumar, að hann leggur ekki svo lítið upp úr áliti kjósenda sinna á málefnum bæjarins. Að minsta kosti veit jeg ekki til, að hann hafi lagst á móti þeim borgarafundum, sem haldnir hafa verið í sumar til að herða á þinginu. Og að hann hefir hvatt til slíkra funda sýnir það, að honum þykir ekkert að því að fá álit þeirra, sem hlut eiga að máli, ef hann telur það stuðning fyrir málstað sinn og ávinning fyrir mál yfir höfuð.