18.08.1917
Neðri deild: 37. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 950 í C-deild Alþingistíðinda. (3278)

160. mál, lántaka til að kaupa og hagnýta fossa

Sveinn Ólafsson:

Það er að eins örstutt athugasemd. Jeg játa að vísu að hættulaust væri að samþykkja þetta þegar í stað, en mjer finst það nokkuð fljótfærnislegt. Nokkurn hluta af þessu frv. ætti að vera búið að samþykkja fyrir löngu, og það er niðurlagið, sem lýtur að því að tryggja landinu umráð fossanna. Dálítið öðru máli er að gegna með lántökuna. Jeg hygg, að ef hún yrði samþykt alveg óundirbúin, þá yrði það til þess, að kyrstaða yrði í framkvæmd málsins, og undirbúningsleysið gerði framkvæmdina hættulega. Það yrði þá til þess að salta málið um langan tíma.