18.08.1917
Neðri deild: 37. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 950 í C-deild Alþingistíðinda. (3279)

160. mál, lántaka til að kaupa og hagnýta fossa

Flm. (Bjarni Jónsson):

Mjer skilst, að vegurinn til að láta málið liggja í salti

sje einmitt sá að setja það í nefnd í langan tíma. En ef það yrði samþykt nú þegar, þá mundi það ekki látið liggja kyrt, því að samþykt lög geta aldrei legið í salti; þá koma framkvæmdirnar á eftir.