27.07.1917
Neðri deild: 19. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 975 í C-deild Alþingistíðinda. (3319)

84. mál, forkaupsréttur leiguliða o. fl.

Benedikt Sveinsson:

Það er síður en svo, að jeg vilji mæla á móti frv., nje heldur amast við breytingu þeirri, sem háttv. þm. S.-Þ. (P. J.) stakk upp á. Áður hefi jeg flutt, með öðrum þingmanni, frv. um kauprjett landssjóðs á seldum þjóðjörðum, er gengi úr sjálfsábúð, sem fór í líka átt og þetta, en komst þá ekki í gegnum þingið. — En mjer þykir vera gert óþarflega míkið úr þeirri hættu, að jarðir safnist um of til einstakra manna. Áður gat það verið hætta, en nú er orðið hægt að koma peningum sínum í arðvænlegri fyrirtæki en jarðeignir. Það borgar sig oft illa að kaupa jarðir í því skyni að ávaxta fje sitt með því að leigja jörðina. Nú eru jarðir alment farnar að hækka mjög í verði, en eftirgjald hefir ekki hækkað að sama skapi. Hjer á Suðurlandi að minsta kosti eru jarðir seldar svo dýrt, að erfitt er að setja leiguna svo hátt, að hún nemi venjulegum sparisjóðsvöxtum af kaupverði jarðarinnar.