10.08.1917
Neðri deild: 30. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 990 í C-deild Alþingistíðinda. (3339)

98. mál, forkaupsréttur landssjóðs á jörðum

Þorsteinn Jónsson:

Það var að eins örstutt fyrirspurn til háttv. nefndar, viðvíkjandi þessum jörðum, sem landssjóður á að hafa forkaupsrjett á eftir frv. Nú kaupir landssjóður og byggir jörðina, og eftir gildandi forkaupsrjettarlögum hefir þá ábúandi forkaupsrjettinn. En svo er ekki meira um þetta atriði. Gilda þá sömu lög áfram, að, landssjóður sje skyldugur að selji aftur, eða hvað?