16.07.1917
Efri deild: 9. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1020 í C-deild Alþingistíðinda. (3384)

11. mál, kornforðabúr

Frsm. (Guðjón Guðlaugsson):

Það er að eins fyrir siðasakir að jeg stend upp. Nefndin hefir komist að þeirri niðurstöðu, að frv. beri að samþykkja alveg óbreytt. Tilgangurinn er sá að setja þessi lög í fult samræmi við tvenn önnur forðalög, sem komið hafa síðar, lög nr. 44, 11.júlí 1911, um samþyktir um heyforðabúr, og viðaukalög nr. 47, 10. nóv. 1918. við lög nr. 24, 9. júlí 1909, um samþyktir um kornforðabúr til skepnufóðurs; taki landssjóður þátt í að borga af þeim á sama hátt.

Nefndin leggur því eindregið til, að frv. verði samþykt óbreytt.