08.08.1917
Neðri deild: 28. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1060 í C-deild Alþingistíðinda. (3437)

58. mál, ritsíma- og talsímakerfi

Magnús Pjetursson:

Jeg er þakklátur háttv. nefnd fyrir, að hún játar, að brtt. mínar fari í rjetta átt. En hitt er sorglegra, að hún skuli ekki treysta sjer til að ljá þeim fylgi sitt.

Það getur verið, að till. mín yrði til þess að tefja eitthvað fyrir því, að 3. flokks stöðvum fjölgaði, einkum ef landssímastjórinn gerir kostnaðaraukann að átyllu fyrir því að leggja á móti fjölgun þeirra. En það verður ekki kostnaðaraukinn fyrst og fremst, sem hamlar fjölgun 3. flokks stöðva nú í bili, heldur er það annað; það þarf að fjölga línunum til þess, að þær geti komið að verulegum notum, þótt settar væru.