10.08.1917
Neðri deild: 30. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1096 í C-deild Alþingistíðinda. (3481)

123. mál, lokunartími sölubúða í Reykjavík

Flm. (Matthías Ólafsson):

Jeg hefi í rauninni ekkert um frv. að segja umfram það, sem stendur í athugasemdunum aftan við það. Það verður ekki annað sjeð en að frv. annars vegar stuðli að reglusemi, og hins vegar sje engum að meini.

Það er leiðinlegt, að í einum og sama bæ skuli sumum búðum haldið opnum fram á nætur, en að öllum skuli þeim lokað á misjöfnum tíma. Það hlýtur að vera óheppilegt fyrir menn, sem standa í búðunum, að geta aldrei verið vissir um, hve nær þeir muni lausir á kvöldin. Þessari reglu er vel hægt að fylgja í stærri bæjum.

Jeg vona, að menn taki frv. vel og afgreiði það frá deildinni. Jeg sje enga ástæðu til þess að vísa málinn til nefndar; það væri þá að eins til þess að athuga orðfæri, því að jeg geri ráð fyrir því, að niðurstaðan yrði söm. Frv. eða tillögur í þessa átt hafa legið fyrir kaupmannaráðinu og kaupmannafjelaginu, og jeg hefi fyrir mjer liggjandi undirskriftir því nær allra kaupmanna í Reykjavík, þar sem þeir tjá sig samþykka þessum tillögum.