10.08.1917
Efri deild: 27. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1192 í C-deild Alþingistíðinda. (3574)

151. mál, vatnsafl í Sogninu

Atvinnumálaráðherra (S.J.):

Hæstv. forsætisráðherra hefir nú rjettilega skýrt, að jeg hygg, frá afstöðu stjórnarinnar til málsins; það er rjett, að hún er ekki fastákveðin enn þá.

En jeg vil lýsa yfir því, hver sem afstaða mín síðar kann að verða í þessu máli, að þá vil jeg ekki með atkvæði mínu nú bægja þeirri athugun frá málinu, sem það gæti fengið í nefnd. Jeg get líka ekki annað ætlað en að hver sú nefnd, sem með málið fer, hljóti að koma fram með einhverja greinargerð, er gæti verið stuðningur fyrir stjórnina.

Þetta vildi jeg taka fram, alkvæði mínu til skýringar.