04.08.1917
Neðri deild: 25. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1278 í C-deild Alþingistíðinda. (3658)

75. mál, endurskoðun vegalaganna

Fyrirspyrjandi (Sigurður Sigurðsson):

Dagskráin á að skiljast svo, að hún sje áskorun til stjórnarinnar um, að hún geri betur en hún hefir gert, endurskoði vegalögin og komi fram með brtt. fyrir næsta þing. Það er ekki hægt að skoða hana sem ofanígjöf; hún er að eins rjettmæt krafa til stjórnarinnar. Jeg vænti þess, að dagskráin verði samþykt, í fullu trausti þess, að húu verði ekki skoðuð sem þrotabúsyfirlýsing frá þinginu, og verði þar af leiðandi kastað í ruslakistu stjórnarinnar, heldur geri stjórnin sitt ítrasta til að fullnægja kröfum þeim, sem í henni felast.