13.09.1917
Neðri deild: 59. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1299 í C-deild Alþingistíðinda. (3675)

182. mál, flutningsgjald á landssjóðsvörum

Atvinnumálaráðherra (S.J.):

Hv. fyrirspyrjandi (St.St.) telur sig ekki hafa fengið fullnægjandi svar og heldur enn fast við, að Siglfirðingar hafi verið mis rjetti beittir, en honum er samt ekki unt að færa minstu rök fyrir þessari staðhæfing sinni, sem ekki er von. Skýring mín stendur alveg óhrakin. En jeg skal ekki þrátta meir við hann um þetta. Málið myndi varla skýrast betnr við það. En. jeg vil benda honum á, að hann og kjósendur hans muni betur geta um þetta dæmt þegar þeir lesa orð mín í þingtíðindunum, í góðu næði heima hjá sjer. Get jeg þess til, að hv. fyrirspyrjanda verði þá ljósara, að hann hefir fengið fullnægjandi svar.

Ekki stendur það í mínu valdi að ráða því, hvort dagskrá hv. fyrirspyrjanda (St.St.) verður feld eða samþykt. Það vil jeg þá nefna, að ekki er á það minst í henni, hvaðan á að taka uppbótina, hvort það eigi að taka hana úr landssjóði eða frá landsversluninni. (St.St.: Stjórnin um það, en jeg ætlast til, að landsverslunin greiði uppbótina). Gott og vel. Það verður þá skilningur stjórnarinnar á því, hvaðan uppbótina skuli taka, sem þm. (St.St.) líklega sættir sig við. Jeg heyrði ekki vei síðari hluta tillögunnar. Jeg skal því ekki meira um hana segja.